Kristín Steinarsdóttir

Kristín Steinarsdóttir, kennari og kennsluráðgjafi lést 12.nóv. sl. Hún var mikill frumkvöðull og líklega sú fyrsta, eða með þeim allra fyrstu, sem lauk meistaragráðu á okkar sviði. Það var árið 1986 frá Stanford University (interactive educational technology). Hún bætti svo við sig diplómunámi í tölvu- og upplýsingatækni löngu síðar frá KHÍ. Hér er hún með hópfélögum í upphafi námsins haustið 2002 og var mjög virk í náms- og fagsamfélaginu. Hún vann  m.a. að þróunarverkefnum sem tengdust upplýsingatækni með fötluðum nemendum í lestri og skrift.