Nemar á inngangsnámskeiði í UT í menntun og skólaþróun

Datt í hug að setja upp umræður fyrir framhaldsnema á inngangsnámskeiði á menntavísindasviði HÍ. Gaman væri ef þið kynntuð ykkur hér og eldri nemendur og aðrir í samfélaginu vildu kannski svara....
Load Previous Replies
  • up

    Helga Sigfríður Snorradóttir

    Heil og sæl.

    Ég heiti Helga S. Snorradóttir og grunnskólakennari á Ísafirði og hef kennt s.l. 12 ár, en útskrifaðist með B.Ed. frá KHÍ vorið 2005 með íslensku og upplýsingatækni sem kjörsvið. Ég hef mikinn áhuga á upplýsingatækni í kennslu og langar að kynnast frekar þeim möguleikum sem hún býður upp á í skólasamfélaginu. Ég hlakka til að takast á við þetta námskeið og líst vel á þetta.

    • up

      Guðlaug Einarsdóttir

      Sæl og blessuð

      Ég heiti Guðlaug Einarsdóttir og er grunnskólakennari. Ég útskrifaðist með B.Ed gráðu frá Kennaraháskólanum 2004. Ég hef starfað við kennslu síðan, aðallega á unglingastigi sem íslensku, stærðfræði og samfélagsfræðikennari. Nú eru 10 ár síðan ég útskrifaðist og ótalmargt breyst á þeim tíma og mér fannst tími til kominn að setjast á skólabekk og ná mér í frekari þekkingu, ekki síst á þessu sviði. Nú þegar finnst mér ég hafa lært ótalmargt og ég er virkilega spennt fyrir framhaldinu.

      • up

        Steinunn Inga

        Steinunn Inga heiti ég. Ég kenni íslensku í Menntaskólanum í Kópavogi og er í endurmenntun samhliða. UT finnst mér spennandi sem leið til skóla- og starfsþróunar og til að  breyta kennsluháttum, skapa nýja þekkingu og miðla henni. Ég hef lært margt á þessu námskeiði og kynnst fjölda gagnlegra forrita, vefsíðna og vefsamfélaga. Og ekki síst er mikilvægt að taka úr sér hrollinn, öðlast sjálfsöryggi í UT og takast á við framtíðina.