Ásgarðsskóli - kynning á starfsemi

Við erum nokkur á Menntavísindasviði og við Háskóla Íslands sem höfum staðið að stofnun Fjarska – nýrra samtaka hér á landi um fjarnám og stafræna kennsluhætti, sjá vef samtakanna http://fjarska.is Við í Fjarska höfum þegar staðið fyrir nokkrum kynningum á netinu og hægt að nálgast upptökur og upplýsingar á vef samtakanna.

Ég bendi ykkur á eftirfarandi vefmálstofu í dag kl. 15 í Zoom (https://eu01web.zoom.us/j/62462708748) sem er í samstarfi við okkur á Menntavísindasviði og er haldin í þessari staðlotuviku einnig í tengslum við framhaldsnámskeiðið Fjarnám og kennsla. Vefmálstofan er opin öllum sem áhuga hafa á Ásgarðsskóla - eina skólanum á landinu sem býður upp á fjarnám á grunnskólastiginu (alfarið á netinu) og tekur við nemendum til sín á unglingastigið frá öðrum skólum um allt land.

Tinna Pálsdóttir námskrárstjóri kynnir starfsemi skólans. Í kynningunni leggur hún áherslu á fyrirkomulag fjarkennslu við skólann og starfshætti nemenda og kennara. Í Ásgarðsskóla taka nemendur virkan þátt í skólastarfi á skjánum með kennurum og í samvinnu við samnemendur sína. Ásgarðsskóli er skóli þar sem viðfangsefnin stjórnast af grunnþáttum og þemum en nánari útfærslur eru í höndum nemenda þar sem lögð er áhersla á samþættingu, nemendastýringu og leiðsagnarnám.

Markhópur
Kennarar, kennaranemar, foreldrar og aðrir áhugasamir um skólaþróun.

 

Dagskrá
Kynning – 15.00 til 15.30
Spurningar – 15.30 til 15.45

 

Fyrirlesturinn er fluttur í Zoom eins og áður segir á

https://eu01web.zoom.us/j/62462708748

Time: January 30, 2025 from 3pm to 3:45pm

Location: Zoom

Website or Map: https://eu01web.zoom.us/j/62462708748

Event Type: vefmálstofa