Upplýsingatækni og miðlun í menntun
Samfélag þeirra sem stunda nám, kennslu og rannsóknir á sviðinu
Time: April 19, 2017 from 3:15pm to 4:15pm
Location: H205 aðalbygging Menntavísindasviðs
Street: v/Stakkahlíð
City/Town: Reykjavík
Website or Map: https://skrif.hi.is/rannum
Event Type: málstofa
Organized By: RANNUM, RASK, RAUN, RannUNG
Latest Activity: Apr 29, 2017
Export to Outlook or iCal (.ics)
Menntavísindasvið Háskóla Íslands tekur nú þátt í Evrópuverkefninu MakEY (Makerspaces in the early years: Enhancing digital literacy and creativity).
Sjá http://makeyproject.eu/ og http://skrif.hi.is/rannum/rannsoknir/makey/.
Um er að ræða samstarfsverkefni fjölmargra háskóla og stofnana innan Evrópu og utan undir forystu Sheffield University í Bretlandi. Nokkrar íslenskar stofnanir taka einnig þátt í verkefninu auk Menntavísindasviðs HÍ (HA, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Menntaráðgjöf/Innoent). Gögnum verður safnað með rafrænni könnun og eigindlegum athugunum á notkun ungra barna á nýrri tækni í sérstökum rýmum/smiðjum sem henta til nýsköpunar (makerspaces). Hugtakið “makerspace” hefur verið þýtt sem nýsköpunarsmiðja eða gerver.
Fiona L. Scott, fræðimaður við University of Sheffield, er stödd hér á landi í tengslum við verkefnið. Hún heldur erindi á málstofu á 19.4. og kynnir MakEY verkefnið ásamt Skúlínu Kjartansdóttur, doktorsnema við Menntavísindasvið. Erindi Fionu fjallar um:
Sjónvarpsáhorf ungra barna í Bretlandi heima við - og notkun tengdra miðla
Gerð var könnun sem 1200 breskir foreldrar tóku þátt í en einnig var fylgst með börnum átta fjölskyldna á heimilum þeirra í Bretlandi. Fiona mun ræða það hlutverk sem sjónvarp og tengdir miðlar leika í að móta upplifun barna af heiminum og í námi. Niðurstöður rannsóknarinnar veita innsýn í hvernig stafræn tækni, leikur og læsi tengjast innbyrðis. Þau tengsl varpa ljósi á víðtæka reynslu barna og fjölskyldna þeirra af sjónvarpsáhorfi og notkun tengdra miðla á ólíkum nútímaheimilum í Bretlandi. Þar getur félagsleg staða skipt máli.
Að loknu erindi Fionu mun hún ásamt Skúlinu Kjartansdóttur kynna MakEY verkefnið og að lokum verður umræða um "gerver" og möguleika þeirra í menntun barna.
Útsending verður á https://c.deic.dk/ut
Comment
Þeir sem ekki komust á erindi Fionu og Skúlinu geta nálgast upptöku hér https://vimeo.com/soljak/makey
Upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið HÍ (áður tölvu- og upplýsingatækni KHÍ): Fyrir nemendur, kennara og rannsakendur.
Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Linda Agnars Sep 20, 2018. 5 Replies 0 Likes
Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Steinunn Inga Nov 12, 2014. 6 Replies 0 Likes
Started by Gustavo Manuel Pérez Déniz in Uncategorized Feb 3, 2011. 0 Replies 0 Likes
2 members
14 members
© 2024 Created by Sólveig Jakobsdóttir. Powered by
RSVP for Börn og notkun stafrænna miðla - heima og í nýsköpunarsmiðjum eða gerverum (e. makerspaces) to add comments!
Join Upplýsingatækni og miðlun í menntun