Upplýsingatækni og miðlun í menntun

Samfélag þeirra sem stunda nám, kennslu og rannsóknir á sviðinu

Málstofa um miðlamennt 18. maí

Event Details

Málstofa um miðlamennt 18. maí

Time: May 18, 2011 from 10am to 12pm
Location: Húsið Hamar v/Stakkahlíð
Event Type: málstofa
Organized By: Rannum, Stefán Jökulsson
Latest Activity: May 10, 2011

Export to Outlook or iCal (.ics)

Event Description

Miðalamennt (media education) hefur öðlast sess í námskrám margra  þjóða og hún er meðal forgangs-mála í menntastefnu Evrópusambandsins. Þótt talað hafi verið um miðlamennt sem „náms- og kennslufræði 21. aldarinnar“ glímir fræðafólk enn við áleitnar spurn-ingar sem varða eðli hennar og útfærslu í skólastarfi.

 

Rannum (Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun) boðar til málstofu um miðlamennt miðviku-daginn 18. maí. Verður hún haldin í Hamri,
húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð, kl. 15-17 í stofu H201. Þar mun dr. Leo Pekkala segja frá fræðastarfi sem tengist miðlamennt
í Háskólanum í Lapplandi, þar sem hann starfar, og ræða hugmyndir sínar um miðlalæsi og miðlamennt
við málstofugesti.

 

Miðað er við málstofan verði að stórum hluta samræða milli Pekkala, málstofugesta og umræðustjóra sem er Stefán Jökulsson, lektor í miðlun og miðlalæsi  við menntavísindasvið Háskóla Íslands.

 

Hugtakið miðlamennt vísar til skólastarfs þar sem nemendur nota ýmsa miðla – myndmiðla, hljóðmiðla, prentmiðla og netmiðla – við nám sitt og læra í leiðinni
sitthvað um notagildi þeirra og áhrif á menningu og lýðræði. Markmiðið er að nemendur læri að leggja mat
á miðlað efni en fái einnig þjálfun í að nota ýmsa
miðla við efnisgerð og þekkingarsköpun.

 

Miðlamennt snertir einnig þá námsfærni sem tengist stafrænni tækni og með henni er stefnt að því að minnka muninn á því sem nemendur læra í skólum
og þeirri kunnáttu og færni sem þeir þarfnast í lífi sínu og starfi.

Comment Wall

Comment

RSVP for Málstofa um miðlamennt 18. maí to add comments!

Join Upplýsingatækni og miðlun í menntun

Attending (2)

Upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið HÍ (áður tölvu- og upplýsingatækni KHÍ): Fyrir nemendur, kennara og rannsakendur.

Forum

Kynningar

Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Linda Agnars Sep 20, 2018. 5 Replies

Nemar á inngangsnámskeiði í UT í menntun og skólaþróun

Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Steinunn Inga Nov 12, 2014. 6 Replies

Social Networks & Intercultural Competencies.

Started by Gustavo Manuel Pérez Déniz in Uncategorized Feb 3, 2011. 0 Replies

Members

© 2024   Created by Sólveig Jakobsdóttir.   Powered by

Badges  |  Report an Issue  |  Terms of Service