Upplýsingatækni og miðlun í menntun
Samfélag þeirra sem stunda nám, kennslu og rannsóknir á sviðinu
Time: March 15, 2011 from 12pm to 1pm
Location: Staðsetning: E205 í aðalbyggingu Menntavísindasviðs
Street: v/Stakkahlíð
City/Town: Reykjavík
Website or Map: http://skrif.hi.is/rannum
Event Type: erindi, málstofa
Organized By: RANNUM
Latest Activity: Mar 10, 2011
Export to Outlook or iCal (.ics)
Einar Norðfjörð fulltrúi í ungmennaráði SAFT verkefnisins og nemandi við Menntaskólann Hraðbraut mun halda erindi 15. mars nk. á málstofu kl. 12-13 á vegum Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) í samstarfi við Heimili og skóla.
SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er hluti af Safer Internet Action Plan, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun og er styrkt af ESB. Samningsaðili við ESB er Heimili og skóli - landssamtök foreldra, sem sér um að annast útfærslu og framkvæmd verkefnisins að öllu leyti fyrir Íslands hönd. Í tengslum við verkefnið starfar ungmennaráð sem samanstendur af krökkum á aldrinum 11-18 ára sem koma alls staðar að af landinu. Ráðið leggur mjög mikið af mörkum til verkefnisins, aðstoðar SAFT við að hanna heimasíðuna www.saft.is, koma með hugmyndir um hvernig eigi að kenna ánægjulegir og örugga netnotkun í skólum landsins og margt fleira. Hafa fulltrúar ráðsins m.a. tekið virkan þátt á undanförnum mánuðum í umfangsmiklu átaki gegn einelti - þar á meðal borgarafundum sem haldnir hafa verið víða um landið.
Einar Norðfjörð er fulltrúi í ungmennaráði SAFT og mun í erindi sínu segja frá netnotkun ungs fólks og hvernig samskipti hafa þróast og breyst með notkun netsins, ræða um netöryggi og skynsama netnotkun. Hann mun fjalla um álitamál sem upp hafa komið að undanförnu s.s. lokun vefsíðna í baráttu gegn barnaklámi.
Upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið HÍ (áður tölvu- og upplýsingatækni KHÍ): Fyrir nemendur, kennara og rannsakendur.
Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Linda Agnars Sep 20, 2018. 5 Replies 0 Likes
Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Steinunn Inga Nov 12, 2014. 6 Replies 0 Likes
Started by Gustavo Manuel Pérez Déniz in Uncategorized Feb 3, 2011. 0 Replies 0 Likes
2 members
14 members
© 2025 Created by Sólveig Jakobsdóttir. Powered by
RSVP for Ungt fólk og netið: viðhorf til öryggis og netsamskipta to add comments!
Join Upplýsingatækni og miðlun í menntun