Upplýsingatækni og miðlun í menntun
Samfélag þeirra sem stunda nám, kennslu og rannsóknir á sviðinu
Time: April 4, 2013 from 3pm to 4pm
Location: Hátíðarsalur Háskóla Íslands
Street: Sæmundargata 2
City/Town: Reykjavík
Website or Map: http://www.saens.hi.is
Event Type: fyrirlestur
Organized By: Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf
Latest Activity: Apr 2, 2013
Export to Outlook or iCal (.ics)
Dr. James Sampson, einn fremsti sérfræðingur Bandaríkjanna í notkun upplýsinga- og samskiptatækni í náms- og starfsráðgjöf heldur opinn fyrirlestur í Hátíðarsal Háskóla Íslands, fimmtudaginn 4. apríl n.k., kl. 15-16.
Í fyrirlestrinum mun dr. Sampson fjalla um aðferðir við að blanda upplýsinga- og samskiptatækninni (UST) við náms- og starfsráðgjöf til að hlúa að upplýstu vali um nám og störf. Fjallað verður um kosti og ókosti upplýsinga- og samskiptatækninnar, hlutverk náms- og starfsráðgjafans og hlut upplýsinga- og samskiptatækninnar í inngripum, s.s. náms- og starfsfræðslu. Þá mun hann einnig fjalla um möguleika UST í greiningu á þörfum einstaklinga og í að upplýsa þá um nám og störf. Í fyrirlestrinum verður einnig komið inn á notkun UST í einstaklingsráðgjöf og fjarráðgjöf, ásamt siðferðislegum álitamálum.
Dr. Sampson er gestur Sérfræðiseturs í ævilangri náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytisins og er hingað kominn sem ráðunautur um gerð nýrrar upplýsinga- og ráðgjafarvefgáttar um nám og störf. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf vinna nú að gerð slíkrar vefgáttar. Markhópur hennar er fólk með litla formlega menntun. Þrátt fyrir gott aðgengi að netinu hafa fullorðnir Íslendingar ekki haft aðgang að skipulögðu heildarkerfi upplýsingar og ráðgjafar um nám og störf á netinu. Það verður mikill fengur að því fyrir notendur að hafa aðgang að slíku kerfi og skiptir miklu að vel takist til um þessa framkvæmd.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og ætlaður þeim sem hafa áhuga á og/eða útbúa upplýsingar um nám og störf og vilja að þær gagnist viðtakendum sem best, s.s. stefnumótendum í fræðslukerfinu, vefstjórum, náms- og starfsráðgjöfum og kennurum í fullorðinsfræðslu og náms- og starfsfræðslu.
Dr. James P. Sampson er prófessor og aðstoðardeildarforseti menntavísindadeildar Florida State Háskóla í Bandaríkjunum.
Upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið HÍ (áður tölvu- og upplýsingatækni KHÍ): Fyrir nemendur, kennara og rannsakendur.
Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Linda Agnars Sep 20, 2018. 5 Replies 0 Likes
Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Steinunn Inga Nov 12, 2014. 6 Replies 0 Likes
Started by Gustavo Manuel Pérez Déniz in Uncategorized Feb 3, 2011. 0 Replies 0 Likes
2 members
14 members
© 2024 Created by Sólveig Jakobsdóttir. Powered by
RSVP for Upplýsinga- og samskiptatækni sem stoð í náms- og starfsvali to add comments!
Join Upplýsingatækni og miðlun í menntun