Upplýsingatækni og miðlun í menntun

Samfélag þeirra sem stunda nám, kennslu og rannsóknir á sviðinu

Facebook og stafræn mannfræði

Event Details

Facebook og stafræn mannfræði

Time: October 4, 2011 from 3pm to 4pm
Location: 104 Háskólatorgi
Street: v/Suðurgötu
City/Town: Reykjavík
Website or Map: http://www.hi.is/frettir/face…
Event Type: erindi
Organized By: Félags- og mannvísindadeild og Mannfræðifélag Íslands
Latest Activity: Oct 3, 2011

Export to Outlook or iCal (.ics)

Event Description

Daniel Miller, prófessor í mannfræði við University College í Lundúnum (UCL), flytur erindið Facebook and Digital Anthropology í boði Félags- og mannvísindadeildar og Mannfræðifélags Íslands þriðjudaginn 4. október kl. 15:00 í stofu 104 á Háskólatorgi.

Fyrirlestur Millers gerir grein fyrir fyrstu mannfræðirannsókninni á afleiðingum Facebook-notkunar sem var gerð á Trínídad. Þar rannsakaði Miller hvernig samskiptasíðan hefur breytt félagslegum samskiptum og gefa niðurstöðurnar til kynna að notkun tengslasíða muni breytast töluvert í framtíðinni og verði hugsanlega mun mikilvægari fyrir eldra fólk en yngra.  Um rannsóknina má fræðast nánar í nýútgefinni bók Millers, Tales from Facebook (2011), og byggir fyrirlesturinn talsvert á þeirri bók.

Nýtt svið innan mannfræði
Í fyrirlestrinum notar Miller einnig rannsóknina til að lýsa nýju sviði innan mannfræðinnar, stafrænni mannfræði, en hann hefur nú komið á fót kennslu og rannsóknum á því sviði við UCL. Mannfræðin hefur ávallt beint sjónum sínum að félagslegum tengslum og ætti því að hafa sérstakan áhuga á rannsóknum á tengslasíðum á netinu. Nú nota um 600 milljónir samskiptasíðuna Facebook og notendum hennar fer fjölgandi á stöðum eins og Indónesíu og Tyrklandi. Flestar akademískar rannsóknir á síðunni hafa þó beinst að upphafi hennar, uppgötvun og notkun í Bandaríkjunum.

Daniel Miller hefur stundað rannsóknir á Trínídad, Jamaíku, Indlandi og í London. Þær hafa einkum beinst að efnismenningu, neyslu og tengslum fólks við hluti á borð við gallabuxur, heimili, fjölmiðla og bíla. Hann hefur gefið út fjölda greina og bóka, til að mynda The Comfort of Things (2008), The dialect of shopping (2001), Anthropology and the Individual (2009) og  Stuff (2009).

Comment Wall

Comment

RSVP for Facebook og stafræn mannfræði to add comments!

Join Upplýsingatækni og miðlun í menntun

Attending (1)

Not Attending (1)

Upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið HÍ (áður tölvu- og upplýsingatækni KHÍ): Fyrir nemendur, kennara og rannsakendur.

Forum

Kynningar

Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Linda Agnars Sep 20, 2018. 5 Replies

Nemar á inngangsnámskeiði í UT í menntun og skólaþróun

Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Steinunn Inga Nov 12, 2014. 6 Replies

Social Networks & Intercultural Competencies.

Started by Gustavo Manuel Pérez Déniz in Uncategorized Feb 3, 2011. 0 Replies

Members

© 2024   Created by Sólveig Jakobsdóttir.   Powered by

Badges  |  Report an Issue  |  Terms of Service