Upplýsingatækni og miðlun í menntun
Samfélag þeirra sem stunda nám, kennslu og rannsóknir á sviðinu
Time: October 31, 2012 from 6pm to 7pm
Location: Skólar
Event Type: tækifæri, fyrir, kennara, sem, hafa, áhuga, á, tölvu-, og, upplýsingatækni, umhverfisvernd
Organized By: Kristín Helga Guðmundsdóttir
Latest Activity: Oct 31, 2012
Export to Outlook or iCal (.ics)
Tækifæri fyrir kennara sem hafa áhuga á tölvu- og upplýsingatækni og umhverfisvernd
Fyrirtækið Samvil ehf. Fjarkennsla.com tekur þátt í Grundtvig Evrópuverkefni sem heitir „Menntun verður græn“ (e. Education goes green).
Markmið verkefnisins er að koma á framfæri þekkingu á því hvernig tölvu- og upplýsingatækni getur stuðlað að umhverfisvernd og grænni hugsun.
Í verkefninu er útbúið tilraunanámsefni (e. Module). Námsefninu er skipt í fjóra kafla: tölvu- og samskiptatækni, hugbúnaður, vélbúnaður og rafræn stjórnsýslu. Tilraunanámsefnið verður kennt og að því loknu verður námsefnið metið af kennurum og nemendum.
Hugmyndin er sú, að hægt sé að nota námsefnið sem sjálftætt kennsluefni eða samtvinnað námskeiði í tölvu- og upplýsingatækni.
Gundtvig verkefnið nær yfir tveggja ára tímabil, frá 2011 til 2013 og taka fimm Evrópulönd þátt í verkefninu.
Okkur vantar 4 kennara sem kenna tölvu- og upplýsingatækni á öllum skólastigum til að kenna tilraunarnámsefnið í sínum skóla. Tilraunarnámsefninu fylgir glærukynning um efnið á íslensku og ítarefni fylgir með á ensku. Gert er ráð fyrir að það taki 3-4 tíma að kenna námsefnið. Kennslan þarf að fara fram í janúar 2013. Um sjálfboðavinnu er að ræða. Þeir sem hafa áhuga að taka þátt í verkefninu sendið tölvupóst á samvil@simnet.is eða hringið í gsm 898 7824.
Upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið HÍ (áður tölvu- og upplýsingatækni KHÍ): Fyrir nemendur, kennara og rannsakendur.
Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Linda Agnars Sep 20, 2018. 5 Replies 0 Likes
Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Steinunn Inga Nov 12, 2014. 6 Replies 0 Likes
Started by Gustavo Manuel Pérez Déniz in Uncategorized Feb 3, 2011. 0 Replies 0 Likes
2 members
14 members
© 2024 Created by Sólveig Jakobsdóttir. Powered by
RSVP for Fjarkennsla.com. Símenntun og ráðgjöf to add comments!
Join Upplýsingatækni og miðlun í menntun