Upplýsingatækni og miðlun í menntun

Samfélag þeirra sem stunda nám, kennslu og rannsóknir á sviðinu

Kennaramenntun í fjarnámi samhliða kennslu í skóla

Event Details

Kennaramenntun í fjarnámi samhliða kennslu í skóla

Time: January 25, 2011 from 12pm to 1pm
Location: E205, aðalbyggingu Menntavísindasviðs HÍ
Street: v/Stakkahlíð
City/Town: Reykjavík
Website or Map: http://skrif.hi.is/rannum
Event Type: málstofa
Organized By: RANNUM
Latest Activity: Jan 24, 2011

Export to Outlook or iCal (.ics)

Event Description


Á fyrsta hádegisverðarfundi RANNUM á árinu 2011 mun dr. Þuríður Jóhannsdóttir kynna doktorsverkefni sitt sem hún varði 3.desember sl. Ritgerðin fjallar um kennaramenntun í fjarnámi og kennaranema sem búa á landsbyggðinni og kenna í grunnskólum samhliða kennaranámi. Vettvangur rannsóknarinnar var annars vegar fjarnámið við Kennaraháskóla Íslands þar sem fylgst var með háskólanámi kennaranema og hins vegar strandhérað þar sem lengi hafði verið kennaraskortur en þar var fylgst með kennaranemum í skólum. Kennaramenntun er í senn akademískt og starfstengt nám og rannsóknin lýtur að því hvernig námið í skólunum og háskólanámið er samtengt. Með því að greina samspil einstaklingsþróunar og stofnanaþróunar er varpað ljósi á hvernig möguleikar til að læra að vera kennari tengjast bæði þróun í skólum og þróun fjarnámsins.

Í ljós kom að það var háð aðstæðum í skólunum hvernig háskólanámið nýttist. Dregin er sú ályktun að til þess að styðja nám kennaranema þurfi að vinna að skólaþróun á stofnanagrunni. Gengi kennaranema í háskólanáminu tengist þróun náms- og kennsluhátta í fjarnámi sem fram fer í námsumhverfi á netinu en líka í staðlotum í háskólanum. Möguleiki til samvinnu skiptir sköpum varðandi velgengni í náminu og andrúmsloft samhjálpar og samábyrgðar hefur þróast  í samfélagi fjarnema. Til að greiða fyrir frekari þróun fjarnámsins þarf að vinna að þróun þess á stofnanastigi alveg eins og í grunnskólum.
Meginniðurstaða ritgerðarinnar er sú að fyrir framþróun kennaramenntunar þurfi að vinna að þróun á starfi grunnskóla og háskóla á grundvelli stofnanasamvinnu. Í slíkri þróunarvinnu þarf í senn að beina sjónum að ábyrgð einstaklinga, samábyrgð bæði í hópi kennaranema og háskólakennara svo og að sameiginlegri stofnanaábyrgð bæði grunnskóla og háskóla.

Tími: 25. janúar 2011, kl. 12-13
Staðsetning: E205, aðalbyggingu Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð

Comment Wall

Comment

RSVP for Kennaramenntun í fjarnámi samhliða kennslu í skóla to add comments!

Join Upplýsingatækni og miðlun í menntun

Attending (2)

Not Attending (2)

Upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið HÍ (áður tölvu- og upplýsingatækni KHÍ): Fyrir nemendur, kennara og rannsakendur.

Forum

Kynningar

Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Linda Agnars Sep 20, 2018. 5 Replies

Nemar á inngangsnámskeiði í UT í menntun og skólaþróun

Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Steinunn Inga Nov 12, 2014. 6 Replies

Social Networks & Intercultural Competencies.

Started by Gustavo Manuel Pérez Déniz in Uncategorized Feb 3, 2011. 0 Replies

Members

© 2025   Created by Sólveig Jakobsdóttir.   Powered by

Badges  |  Report an Issue  |  Terms of Service