Upplýsingatækni og miðlun í menntun

Samfélag þeirra sem stunda nám, kennslu og rannsóknir á sviðinu

MENNTUN, SAMFÉLAG OG SAMVINNA 16.5.: ágrip fyrir 20.2.

Event Details

MENNTUN, SAMFÉLAG OG SAMVINNA 16.5.: ágrip fyrir 20.2.

Time: May 16, 2018 from 10am to 4:30pm
Location: Aðalbygging Menntavísindasviðs
City/Town: við Stakkahlíð
Website or Map: http://fum.is/?page_id=1388
Event Type: ráðstefna
Organized By: Félag um menntarannsóknir (FUM) í samvinnu við fleiri aðila
Latest Activity: Feb 14, 2018

Export to Outlook or iCal (.ics)

Event Description

MENNTUN, SAMFÉLAG OG SAMVINNA
Ráðstefna á vegum FUM, Félags um menntarannsóknir

Hvenær? Miðvikudag 16. maí 2018 frá kl. 10.00-16.30
Hvar? Menntavísindasvið við Stakkahlíð.

Kallað er eftir ágripum að erindum á ráðstefnu um menntun, samfélag og
samstarf fyrir 20. febrúar 2018. Smellið hér til að senda inn ágrip

Markmið ráðstefnunnar er að leiða saman fagfólk, fræðimenn, fulltrúa
stjórnvalda, nemendur og foreldra til að ræða sameiginlega ábyrgð á mótun
og framkvæmd menntastefnu. Á ráðstefnunni verður fjallað á heildstæðan
hátt um menntun og tengsl formlegs og óformlegs náms; um öll skólastig frá
leikskóla til háskóla og um óformlegt nám, æskulýðs- og tómstundastarf og
menntun sem fólk aflar sér utan við skólakerfið. Við lifum á tímum þar sem
margvísleg öfl móta og breyta menntakerfinu; tækni, menning og stjórnmál.
Kallað er eftir erindum sem varpa ljósi á þessi öfl út frá reynslu og
sjónarhorni ólíkra hagsmunaaðila.

Aðalfyrirlesarar verða Dr. Jón Torfi Jónasson, prófessor við
Menntavísindasvið HÍ og Dr. Helen Janc Malone, Director of Institutional
Advancement and Education Policy við Institute of Educational Leadership í
Washington. Sjá nánari upplýsingar um ráðstefnuna og aðalfyrirlesara á
http://fum.is/?page_id=1388

Ágripin skulu vera 150-200 orð að lengd og innihalda stutta lýsingu á
erindi. Valnefnd metur innsend ágrip og svarar höfundum eigi síðar en 10.
mars 2018.

Skráningarform til að senda inn ágrip (sjá einnig á heimasíðu FUM, www.fum.is). Skilafrestur til 20. febrúar 2018.

Nánari upplýsingar veitir Kolbrún Þ. Pálsdóttir, formaður FUM
kolbrunp@hi.is

Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands,
Háskólann á Akureyri, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samband íslenskra
sveitarfélaga, Heimili og skóla, Félag fagfólks í frítímaþjónustu, Samband
íslenskra framhaldsskólanema, Umboðsmann barna, Menntavísindastofnun HÍ og
Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri.

Comment Wall

Comment

RSVP for MENNTUN, SAMFÉLAG OG SAMVINNA 16.5.: ágrip fyrir 20.2. to add comments!

Join Upplýsingatækni og miðlun í menntun

Attending (1)

Upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið HÍ (áður tölvu- og upplýsingatækni KHÍ): Fyrir nemendur, kennara og rannsakendur.

Forum

Kynningar

Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Linda Agnars Sep 20, 2018. 5 Replies

Nemar á inngangsnámskeiði í UT í menntun og skólaþróun

Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Steinunn Inga Nov 12, 2014. 6 Replies

Social Networks & Intercultural Competencies.

Started by Gustavo Manuel Pérez Déniz in Uncategorized Feb 3, 2011. 0 Replies

Members

© 2025   Created by Sólveig Jakobsdóttir.   Powered by

Badges  |  Report an Issue  |  Terms of Service