Upplýsingatækni og miðlun í menntun
Samfélag þeirra sem stunda nám, kennslu og rannsóknir á sviðinu
Time: September 29, 2011 from 3pm to 4pm
Location: Skriðu, aðalbyggingu Menntavísindasviðs
Street: v/Stakkahlíð
City/Town: Reykjavík
Website or Map: http://www.hi.is/frettir/tile…
Event Type: erindi
Organized By: Menntavísindasvið HÍ
Latest Activity: Sep 29, 2011
Export to Outlook or iCal (.ics)
„Menntun hefur hingað til þróast hægt og gerir það líklega áfram. Þeir sem eru í eldri kantinum eru himinlifandi yfir því vegna þess að þá er þeim gildum og viðfangsefnum sem þeir ólust upp við haldið í heiðri. Ég tel aftur á móti að tilefni sé til verulegra breytinga, m.a. í þá átt sem nýstaðfest námskrá menntamálaráðuneytisins kallar eftir, þótt ég telji að þær verði minni en tilefni sé til. Ég er ekki viss um að margir geri sér grein fyrir hve námskráin kallar á mikla endurskoðun kennslu og námsefnis á öllum skólastigum,“ segir Jón Torfi Jónasson, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Hann flytur í dag erindið „Menntun til framtíðar – Horft 25 ár fram í tímann“ þar sem hann veltir fyrir sér hvernig menntamál þróist næsta aldarfjórðunginn.
Jón Torfi hefur unnið að menntarannsóknum og -stefnumótun í yfir 30 ár og samdi meðal annars ritið „Menntun á Íslandi í 25 ár, 1985-2010“ þar sem hann spáði einmitt fyrir um framvindu skólastarfs. „Þetta var íhaldssöm spá sem reyndist raunsæ. Þar var auðvitað gert ráð fyrir ýmsum breytingum sem flestar gengu eftir en mörgum þótti spáin óþarflega varfærin. Sams konar spá fyrir næstu 25 árin gerir ráð fyrir minni breytingum en margir telja að verði,“ segir Jón Torfi enn fremur.
Í erindinu hyggst Jón Torfi ræða mögulega þróun út frá tveimur ólíkum sjónarhornum. Annars vegar því sem réð ferðinni í áðurnefndu riti. Hins vegar ræðir hann hugsanlegar breytingar á menntun, væri samstaða um að endurskoða skólastarf frá grunni til þess að það yrði sem bestur undirbúningur fyrir samfélag og starfshætti um miðja 21. öldina þegar 20-25 ára skólaganga blasir við flestum börnum. „Yrði sú leið valin mætti draga upp talsvert ólíka mynd af þróun menntamála, en þessi leið er mun vandrataðri en sú sem venjulega er farin,“ segir Jón Torfi.
Jón Torfi flytur erindi sitt í Skriðu í Stakkahlíð, húsnæði Menntavísindasviðs, kl. 15 í dag. Það er öllum opið.
Upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið HÍ (áður tölvu- og upplýsingatækni KHÍ): Fyrir nemendur, kennara og rannsakendur.
Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Linda Agnars Sep 20, 2018. 5 Replies 0 Likes
Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Steinunn Inga Nov 12, 2014. 6 Replies 0 Likes
Started by Gustavo Manuel Pérez Déniz in Uncategorized Feb 3, 2011. 0 Replies 0 Likes
2 members
14 members
© 2024 Created by Sólveig Jakobsdóttir. Powered by
RSVP for Tilefni til verulegra breytinga á menntun to add comments!
Join Upplýsingatækni og miðlun í menntun