Upplýsingatækni og miðlun í menntun

Samfélag þeirra sem stunda nám, kennslu og rannsóknir á sviðinu

Nemar á inngangsnámskeiði í UT í menntun og skólaþróun

Datt í hug að setja upp umræður fyrir framhaldsnema á inngangsnámskeiði á menntavísindasviði HÍ. Gaman væri ef þið kynntuð ykkur hér og eldri nemendur og aðrir í samfélaginu vildu kannski svara....

Views: 550

Reply to This

Replies to This Discussion

Sæl og blessuð, Karen heiti ég.

Ég er að stíga mín fyrstu skref í kennaranáminu en ég byrjaði núna í haust (fyrir viku síðan, þegar þetta er skrifað). Ég er að mennta mig í kennslu samfélagsgreina, hef mikinn áhuga á viðfangsefnum tengdum „skólaþróun og mati á skólastarfi“ (hef valið það sem mitt sérsvið í kennaranáminu) og er því sérstaklega spennt fyrir þessu námskeiði hennar Sólveigar. Líst rosalega vel á þetta allt saman! 

Heil og sæl
Ég heiti Erla Berglind og er leikskólakennari sem útskrifaðist árið 2010. Fann að ég var tilbúin í mastersnám en átti erfitt með að ákveða hvað ég ætti að taka:) Því hljómaði þetta einingabæra 10 eininga námskeið í mastersfræðum mjög heillandi og góð lausn á meðan ég er að átta mig. Þar fyrir utan hef ég áhuga á upplýsingatækni í menntun ungra barna.

Sæl öll

Ég heiti Soffía Ófeigsdóttir og er framhaldsskólakennari. Íslenskukennari nánar tiltekið. Ég hef verið við kennslu í framhaldsskóla í rúmlega 25 ár. Ég kenni núna við Menntaskólann í Kópavogi sem ég held að sé framarlega í því að nota upplýsingatæknina við kennslu. Allir nemendur eru með fartölvur og flest allt námsefni á rafrænu formi og mörg próf eru tekin á tölvu.

Mér finnst mikilvægt að staðna ekki í starfinu og því skráði ég mig á þetta námskeið til þess að kynnast nýjungum í tengslum við upplýsingatækni og notkun hennar í skólastarfi. Vonast til að læra margt nýtt og ekki síður að fá upplýsingar um fagsamfélög og gagnlegar síður um upplýsingatækni þar sem hægt er að fylgjast með og bæta við sig í framtíðinni.

Heil og sæl.

Ég heiti Helga S. Snorradóttir og grunnskólakennari á Ísafirði og hef kennt s.l. 12 ár, en útskrifaðist með B.Ed. frá KHÍ vorið 2005 með íslensku og upplýsingatækni sem kjörsvið. Ég hef mikinn áhuga á upplýsingatækni í kennslu og langar að kynnast frekar þeim möguleikum sem hún býður upp á í skólasamfélaginu. Ég hlakka til að takast á við þetta námskeið og líst vel á þetta.

Sæl og blessuð

Ég heiti Guðlaug Einarsdóttir og er grunnskólakennari. Ég útskrifaðist með B.Ed gráðu frá Kennaraháskólanum 2004. Ég hef starfað við kennslu síðan, aðallega á unglingastigi sem íslensku, stærðfræði og samfélagsfræðikennari. Nú eru 10 ár síðan ég útskrifaðist og ótalmargt breyst á þeim tíma og mér fannst tími til kominn að setjast á skólabekk og ná mér í frekari þekkingu, ekki síst á þessu sviði. Nú þegar finnst mér ég hafa lært ótalmargt og ég er virkilega spennt fyrir framhaldinu.

Steinunn Inga heiti ég. Ég kenni íslensku í Menntaskólanum í Kópavogi og er í endurmenntun samhliða. UT finnst mér spennandi sem leið til skóla- og starfsþróunar og til að  breyta kennsluháttum, skapa nýja þekkingu og miðla henni. Ég hef lært margt á þessu námskeiði og kynnst fjölda gagnlegra forrita, vefsíðna og vefsamfélaga. Og ekki síst er mikilvægt að taka úr sér hrollinn, öðlast sjálfsöryggi í UT og takast á við framtíðina. 

RSS

Upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið HÍ (áður tölvu- og upplýsingatækni KHÍ): Fyrir nemendur, kennara og rannsakendur.

Forum

Kynningar

Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Linda Agnars Sep 20, 2018. 5 Replies

Nemar á inngangsnámskeiði í UT í menntun og skólaþróun

Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Steinunn Inga Nov 12, 2014. 6 Replies

Social Networks & Intercultural Competencies.

Started by Gustavo Manuel Pérez Déniz in Uncategorized Feb 3, 2011. 0 Replies

Members

© 2024   Created by Sólveig Jakobsdóttir.   Powered by

Badges  |  Report an Issue  |  Terms of Service