Upplýsingatækni og miðlun í menntun
Samfélag þeirra sem stunda nám, kennslu og rannsóknir á sviðinu
Úrslit úr nemendasamkeppni SAFT og Nýherja tilkynnt á alþjóðlega netöryggisdaginn, 9. febrúar.
Úrslit voru í gær kunngerð í samkeppni meðal grunn- og framhaldsskólanema um gerð jafningjafræðsluefnis sem stuðla á að jákvæðri og öruggri netnotkun. SAFT, ungmennaráð SAFT, Heimili og skóli og Nýherji stóðu að keppninni að þessu sinni en úrslitin voru kynnt á alþjóðlega netöryggisdaginn sem haldinn var hátíðlegur í sjöunda sinn. Í tilefni dagsins stóð SAFT fyrir opnu málþingi þar sem þemað var „Hugsaðu áður en þú sendir!“ og voru vinningshafar kynntir þar við góðar undirtektir.
Innsent efni mátti vera í formi myndbanda, kennslueininga, veggspjalda, handrita að leiknu efni, leikja o.s.frv. Efnið þurfti þó að vera nýtilegt við jafningjafræðslu í grunnskólum landsins.
Dómnefnd skipuðu fulltrúar SAFT og Heimilis og skóla, Námsgagnastofnunar, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytis og Nýherja.
Fyrstu verðlaun fékk Hagaskóli fyrir þemaviku um jákvæða og örugga netnotkun. Hlaut skólinn IdeaPad fartölvu frá Lenovo að launum.
Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Sú leið sem hér er farin er mjög jákvæð og vel til þess fallin að virkja allt skólasamfélagið [...] Nemendur gátu útfært fræðsluna á sinn hátt og gerðu það með ýmsum hætti [...] Við höfum fulla trú á því að þemavinnan í Hagaskóla hafi hreyft við nemendum skólans og þá er markmiðinu náð [...] Þemadagurinn er gott módel fyrir aðra skóla, bæði grunn- og framhaldsskóla.“
Frá vinstri: Emil Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Nýherja, Soffía Thorarensen, Brynja Baldursdóttir og Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir frá Hagaskóla, og Sjöfn Þórðardóttir, formaður Heimilis og skóla.
Önnur verðlaun fengu nemendur í 9. og 10. bekk Grenivíkurskóla fyrir fréttablaðið Dúndur og fengu þau Canon FS200 upptökuvél að launum.
Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Fréttabréfið er til fyrirmyndar í alla staði. Þetta er snjöll útfærsla á formi jafningjafræðslu og samþætting á mörgum málefnum öðrum til eftirbreytni. [...]Efniviðurinn tengir saman heimili og skóla. Einnig er þetta góð leið til að samþætta námsgreinar.“
Sjöfn Þórðardóttir, formaður Heimilis og skóla, Auður Sif Arnþórsdóttir frá Grenivíkurskóla og Emil Einarsson, frkv.stjóri sölu- og markaðssviðs Nýherja.
Þriðju verðlaun fengu stúlkur úr 10. bekk EKH í Hagaskóla fyrir stuttmyndina Netfíkn og hlutu þær 320 GB flakkara í verðlaun.
Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Netfíkn er heilsteypt stuttmynd sem sendir áhorfendum skýr skilaboð og boðskapurinn skín í gegn [...] Stuttmyndin Netfíkn er mjög góður efniviður í jafningjafræðsluna.“
Emil Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Nýherja, stúlkur úr 10 bekk EKH í Hagaskóla; Ásta Kristensa Steinsen, Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir, Karitas Sumati Árnadóttir, Katrín Helga Ágústdóttir, Sólrún Eiríksdóttir, og Sjöfn Þórðardóttir, formaður Heimilis og skóla.
Alls bárust um 30 tillögur að fræðsluefni og þátttakendur voru um 50 talsins. Aðstandendur keppninnar vilja þakka öllum þeim sem tóku þátt fyrir áhugaverðar tillögur og verkefni. Allir þátttakendur munu fá send viðurkenningarskjöl ásamt USB minniskubbi.
Upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið HÍ (áður tölvu- og upplýsingatækni KHÍ): Fyrir nemendur, kennara og rannsakendur.
Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Linda Agnars Sep 20, 2018. 5 Replies 0 Likes
Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Steinunn Inga Nov 12, 2014. 6 Replies 0 Likes
Started by Gustavo Manuel Pérez Déniz in Uncategorized Feb 3, 2011. 0 Replies 0 Likes
2 members
14 members
© 2024 Created by Sólveig Jakobsdóttir. Powered by
You need to be a member of Upplýsingatækni og miðlun í menntun to add comments!
Join Upplýsingatækni og miðlun í menntun