Upplýsingatækni og miðlun í menntun

Samfélag þeirra sem stunda nám, kennslu og rannsóknir á sviðinu

Er baráttan töpuð? Er hægt að vernda börn gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum og tölvuleikjum?

Event Details

Er baráttan töpuð? Er hægt að vernda börn gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum og tölvuleikjum?

Time: November 20, 2013 from 4pm to 6pm
Location: Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins
Street: v/Suðurgötu
City/Town: Reykjavík
Website or Map: http://www.saft.is
Event Type: málþing
Organized By: SAFT og Heimili og skóla
Latest Activity: Nov 19, 2013

Export to Outlook or iCal (.ics)

Event Description

MÁLÞING FJÖLMIÐLANEFNDAR, SAFT OG HEIMILIS OG SKÓLA Í SAL ÞJÓÐMINJASAFNS ÍSLANDS. 20. NÓVEMBER KL.16–18

Fjölmiðlanefnd, SAFT og Heimili og skóli standa fyrir málþingi undir yfirskriftinni “Er baráttan töpuð? Er hægt að vernda börn gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum og tölvuleikjum?“. Tilefni málþingsins er að tæknibreytingar og breytt fjölmiðlanotkun barna og unglinga kallar á breyttar aðferðir til að vernda börn gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum, á internetinu og í tölvuleikjum. Á málþinginu verður tæpt á því hvaða sjónarmið liggja að baki því að vernda börn gegn skaðlegu efni. Fjallað verður um nýjar rannsóknir á netnotkun íslenskra ungmenna, farið yfir löggjöf um vernd barna gagnvart skaðlegu efni hér á landi og hvaða leiðir verið er að fara í nágrannaríkjum okkar til vernda börn gegn skaðlegu efni á nýjum miðlum. Þá verður jafnframt fjallað um ábyrgð foreldra, skóla og samfélagsins í þessum efnum auk þess sem kynnt verða sjónarmið stærsta fjölmiðils landsins er varðar vernd barna. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra ávarpar málþingið.

DAGSKRÁ MÁLÞINGSINS:

ER BARÁTTAN TÖPUÐ?
Er hægt að vernda börn gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum og tölvuleikjum?

1. Ávarp - Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra

2. „Ef ég er pirraður þá fer ég kannski í aðeins blóðugri leiki“ – Netnotkun íslenskra ungmenna í 9. og 10. bekk grunnskóla.
Hjördís Sigursteinsdóttir, aðjúnkt á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri

3. Löggjöf um vernd barna gagnvart skaðlegu efni á Íslandi og reynsla annarra ríkja.
Elfa Ýr Gylfadóttir, fjölmiðlanefnd

4. Ábyrgð foreldra, skóla og samfélagsins gagnvart börnum og skaðlegu efni.
Hrefna Sigurjónsdóttir, Heimili og skóli

5. Tilgangur og gagnsemi vatnaskilareglna og auglýsingabanns. Sjónarmið frá fjölmiðli.
Ari Edwald, forstjóri 365 miðla.

Pallborð: Páll Magnússon (RÚV), Snæbjörn Steingrímsson (SMÁÍS) og fulltrúi
frá Ungmennaráði SAFT

Fundarstjóri: Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna

Comment Wall

Comment

RSVP for Er baráttan töpuð? Er hægt að vernda börn gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum og tölvuleikjum? to add comments!

Join Upplýsingatækni og miðlun í menntun

Attending (3)

Upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið HÍ (áður tölvu- og upplýsingatækni KHÍ): Fyrir nemendur, kennara og rannsakendur.

Forum

Kynningar

Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Linda Agnars Sep 20, 2018. 5 Replies

Nemar á inngangsnámskeiði í UT í menntun og skólaþróun

Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Steinunn Inga Nov 12, 2014. 6 Replies

Social Networks & Intercultural Competencies.

Started by Gustavo Manuel Pérez Déniz in Uncategorized Feb 3, 2011. 0 Replies

Members

© 2024   Created by Sólveig Jakobsdóttir.   Powered by

Badges  |  Report an Issue  |  Terms of Service