Upplýsingatækni og miðlun í menntun

Samfélag þeirra sem stunda nám, kennslu og rannsóknir á sviðinu

Menntabúðir: Frjóir fimmtudagar - 2

Event Details

Menntabúðir: Frjóir fimmtudagar - 2

Time: November 7, 2013 from 4pm to 6pm
Location: H207, aðalbyggingu Menntavísindasviðs HÍ
Street: v/Stakkahlíð
City/Town: Reykjavík
Website or Map: https://www.facebook.com/even…
Event Type: menntabúðir, vinnustofa, samkoma
Organized By: UT-torg, Menntamiðja, RANNUM, starfsmenn og nemar við Menntavísindasvið, 3f - félag um UT og menntun
Latest Activity: Nov 6, 2013

Export to Outlook or iCal (.ics)

Event Description

Menntabúðir er samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum.

Mikil vakning er í tengslum við spjaldtölvur í skólastarfi og fjölmörg áhugaverð verkefni í gangi úti í skólunum varðandi upplýsingatækni og nýjar aðalnámsskrár. Áhersla verður lögð á tengslamyndun fólks sem er að þreifa sig áfram með nýtingu nýrrar tækni og miðla í skólastarfi.

Megin markmið menntabúða er að:
a) skapa jafningjaumhverfi þar sem miðlun þekkingar og reynslu á sér stað
b) veita þátttakendum tækifæri til að læra og prófa sig áfram með ýmis áhugaverð viðfangsefni
c) stuðla að tengslamyndun og samvinnu fólks sem er að þreifa sig áfram með nýtingu nýrrar tækni og miðla í skólastarfi.

Menntabúðirnar eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum og fyrir kennaranema. Þátttakendur fá staðfesta viðurkenningu á endurmenntun frá Menntavísindasviði HÍ. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku.

Þátttakendur eru beðnir að koma með framlag í búðirnar en alls ekki er ætlast til að allir komi með innlegg. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námsskrárvinnu, eða að varpa fram spurningum. Tryggt verður að nóg áhugavert efni verði til reiðu. Þátttakendur eru hvattir til að koma með fartæki (fartölvu, spjaldtölvu, snjallsíma,...) með sér og hægt verður að tengjast neti.

Comment Wall

Comment

RSVP for Menntabúðir: Frjóir fimmtudagar - 2 to add comments!

Join Upplýsingatækni og miðlun í menntun

Attending (1)

Might attend (1)

Upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið HÍ (áður tölvu- og upplýsingatækni KHÍ): Fyrir nemendur, kennara og rannsakendur.

Forum

Kynningar

Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Linda Agnars Sep 20, 2018. 5 Replies

Nemar á inngangsnámskeiði í UT í menntun og skólaþróun

Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Steinunn Inga Nov 12, 2014. 6 Replies

Social Networks & Intercultural Competencies.

Started by Gustavo Manuel Pérez Déniz in Uncategorized Feb 3, 2011. 0 Replies

Members

© 2024   Created by Sólveig Jakobsdóttir.   Powered by

Badges  |  Report an Issue  |  Terms of Service