Upplýsingatækni og miðlun í menntun

Samfélag þeirra sem stunda nám, kennslu og rannsóknir á sviðinu

Athyglisvert var að fylgjast með umræðum á Alþingi í síðustu viku um fjar- og dreifnám . Greinilegt er að mörgum þingmönnum finnst þetta mikilvægt mál og niðurskurður á sviðinu er mjög umdeildur. Menn virðast sammála um að þörf sé á stefnu ráðuneytis og skóla/stiga hvað þetta varðar.

Ég er því að vonast eftir góðri þátttöku á erindinu mínu í hádeginu 17.11. kl. 12-13 í stofu E205 um rannsóknir á þróun fjarnáms við íslenska framhaldsskóla og nýtingu námsumsjónarkerfa og ýmissa annarra netlausna.

Skipuleggjendur fjarnáms og -kennslu standa frammi fyrir því að setja saman heppilegar námsblöndur fyrir nemendur og eru þá margir þættir sem þarf að athuga vel og velja á milli. Í þessu verkefni er skoðað hvernig blöndur af stað og net- (fjar-/eða dreif)námi hérlendir framhaldsskólar bjóða uppá, hvernig þær eru að þróast og hvernig þær henti ólíkum nemendahópum.

Niðurstöður úr viðtölum við skólastjórnendur og/eða stjórnendur fjarnáms við alla skólana 2005, 2006 og 2009 verða kynntar svo og niðurstöður viðtala við nemendur og kennara úr sex framhaldsskólum (3 af höfuðborgarsvæði;3 af landsbyggð) sem tekin voru 2007. Einnig verður fjallað um þróun fjar- og netnáms í skólum erlendis.

Eftir erindið verða umræður um áframhaldandi þróun og framtíð fjarnáms í íslenskum framhaldsskólum.

Málstofan er á vegum Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM, http://skrif.hi.is/rannum).

Views: 84

Comment

You need to be a member of Upplýsingatækni og miðlun í menntun to add comments!

Join Upplýsingatækni og miðlun í menntun

Comment by Bára Mjöll Jónsdóttir on November 16, 2009 at 1:06pm
Mjög spennandi og forvitnilegt erindi hjá þér Sólveig. Ég myndi mæta ef það væri ekki svona langt að fara og ég væri ekki nýkomin að sunnan... verður þetta nokkuð sent út á netinu?
Kveðja, Bára Mjöll kennslustjóri fjarnáms hjá ME

Upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið HÍ (áður tölvu- og upplýsingatækni KHÍ): Fyrir nemendur, kennara og rannsakendur.

Forum

Kynningar

Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Linda Agnars Sep 20, 2018. 5 Replies

Nemar á inngangsnámskeiði í UT í menntun og skólaþróun

Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Steinunn Inga Nov 12, 2014. 6 Replies

Social Networks & Intercultural Competencies.

Started by Gustavo Manuel Pérez Déniz in Uncategorized Feb 3, 2011. 0 Replies

Members

© 2024   Created by Sólveig Jakobsdóttir.   Powered by

Badges  |  Report an Issue  |  Terms of Service