Athyglisvert var að fylgjast með
umræðum á Alþingi í síðustu viku um fjar- og dreifnám . Greinilegt er að mörgum þingmönnum finnst þetta mikilvægt mál og niðurskurður á sviðinu er mjög umdeildur. Menn virðast sammála um að þörf sé á stefnu ráðuneytis og skóla/stiga hvað þetta varðar.
Ég er því að vonast eftir góðri þátttöku á erindinu mínu í hádeginu 17.11. kl. 12-13 í stofu E205 um rannsóknir á þróun fjarnáms við íslenska framhaldsskóla og nýtingu námsumsjónarkerfa og ýmissa annarra netlausna.
Skipuleggjendur fjarnáms og -kennslu standa frammi fyrir því að setja saman heppilegar námsblöndur fyrir nemendur og eru þá margir þættir sem þarf að athuga vel og velja á milli. Í þessu verkefni er skoðað hvernig blöndur af stað og net- (fjar-/eða dreif)námi hérlendir framhaldsskólar bjóða uppá, hvernig þær eru að þróast og hvernig þær henti ólíkum nemendahópum.
Niðurstöður úr viðtölum við skólastjórnendur og/eða stjórnendur fjarnáms við alla skólana 2005, 2006 og 2009 verða kynntar svo og niðurstöður viðtala við nemendur og kennara úr sex framhaldsskólum (3 af höfuðborgarsvæði;3 af landsbyggð) sem tekin voru 2007. Einnig verður fjallað um þróun fjar- og netnáms í skólum erlendis.
Eftir erindið verða umræður um áframhaldandi þróun og framtíð fjarnáms í íslenskum framhaldsskólum.
Málstofan er á vegum Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM,
http://skrif.hi.is/rannum).
You need to be a member of Upplýsingatækni og miðlun í menntun to add comments!
Join Upplýsingatækni og miðlun í menntun