Upplýsingatækni og miðlun í menntun

Samfélag þeirra sem stunda nám, kennslu og rannsóknir á sviðinu

Sæl og blessuð. Þegar þetta er skrifað eru um 70 manns búnir að skrá sig í þetta samfélag. Gaman væri ef fólk vildi senda kynningar á sér og sínum áhugamálum varðandi UT og miðlun í menntun. Hvar starfið þið eða eruð í námi? Hvað brennur á varðandi þessi mál í ykkar stofnunum o.s.frv.

Views: 441

Reply to This

Replies to This Discussion

Ég er dósent við menntavísindasvið HÍ (í fjarkennslufræðum með áherslu á upplýsingatækni, kennslutækni og margmiðlun). Hef verið með umsjón með kjörsviði í framhaldsnámi í UT og miðlun (áður tölvu- og upplýsingatækni -diplómunámi við KHÍ). Er nú í rannsóknarleyfi árið 2009. Eitt verkefnið hefur verið að koma á laggirnar Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM), sjá . RANNUM er nú m.a. þátttakandi í stóru verkefni sem styrkt er af RANNÍS um þróun starfshátta í grunnskólum . Við erum með meistaranema sem koma að verkefninu og munum skoða sérstaklega þátt UT í þróun starfshátta. Rannsóknarverkefni og kennsla sem ég hef sinnt snúa annars vegar að fjarnámi og -kennslu og hins vegar UT í skólastarfi. Ég hef verið að skoða sérstaklega fjarnám og -kennslu í framhaldsskólum og hins vegar notkun UT í íslenskum grunnskólum, sjá nánar birt efni á vefnum mínum. Grein sem ég er að vinna að núna fjallar um áhrif UT á starfsþróun kennara (Using the New Information and Communications Technologies for the Continuing Professional Development of Teachers through Open and Distance Learning). Er að spá í að taka fyrir sem dæmi nýtingu á kerfum sem þessum. Annars er ljóst að margt brennur á varðandi fjarkennslu hér á landi og notkun UT í skólastarfi. Gaman væri að heyra af vettvangi úr starfi og námi hvað ykkur finnst...
Ég er eðlisverkfræðingur og hef eftir 20 ár í starfi tengdum raungreinum ákveðið að snúa mér að kennslu. Ég hef kennt samtals í fimm ár síðan 1987. Í þrjú ár á Íslandi í Fjölbrautarskóla og tvö ár í Danmörku í tveimur menntaskólum á Jótlandi. Núna er ég í Diplómanámi á Menntavísindasviði. Jafnframt því að vera í námskeiðinu Nám og Kennsla á netinu þá er ég í námskeiði um GeoGebru (stærðfræðiforrit) sem ég held geti nýst frábærlega við stærðfræðikennslu, bæði í kennslustofunni og svo á netinu. GeoGebra er eins og einhver sagði hálfgerð trúabrögð, hér á Íslandi er einn eldhugi (Freyja Hreinsdóttir) sem hefur þýtt forritið. Forritið er ókeypis og það höfðar mikið til mín sem á mér þann draum að við getum öll tengst 'globally' og skipts á upplifunum og reynslu. Ég sé þetta soldið svipað og Esperanto (sem ég lærði í MH í den), einhver svona pallur (platform) sem við getum öll talað saman á án tungumála-örðuleika. Til þess að geta náð öllum á sama pall þarf náttúrulega gott net/miðlun/upplýsingatækni.

Sæl.

Ég er með B.S. gráðu í Viðskiptafræði frá Bifröst  og diplómagráðu í kennslufræðum frá Háskólanum í Reykjavík.  Ég hef kennt í 10 ár.  Sjö ár í grunnskóla og þrjú ár í framhaldsskóla.  Ég er núna stærðfræði- og náttúrufræðikennari við Lágafellsskóla í Mosfellsbæ og er í meistaranámi í menntun framhaldsskólakennara.  Ég væri til í að læra að nota GeoGebra til að nota í kennslunni.

Sigurður Þ. Magnússon

Sæll Siggi :)

Ég er á 9. ári í grunnskólakennslu, kenni m.a. upplýsingamennt á yngsta stigi og væri til í að verða öruggari í tækniheiminum því að 8 og 9 ára nemendur mínir eru að stinga mig af :) Er til í að læra eitthvað sniðugt sem gæti gagnast mér í kennslunni og eitthvað nýtt og spennandi sem ég gæti kynnt nemendum mínum :) 

RSS

Upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið HÍ (áður tölvu- og upplýsingatækni KHÍ): Fyrir nemendur, kennara og rannsakendur.

Forum

Kynningar

Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Linda Agnars Sep 20, 2018. 5 Replies

Nemar á inngangsnámskeiði í UT í menntun og skólaþróun

Started by Sólveig Jakobsdóttir in Uncategorized. Last reply by Steinunn Inga Nov 12, 2014. 6 Replies

Social Networks & Intercultural Competencies.

Started by Gustavo Manuel Pérez Déniz in Uncategorized Feb 3, 2011. 0 Replies

Members

© 2024   Created by Sólveig Jakobsdóttir.   Powered by

Badges  |  Report an Issue  |  Terms of Service